top of page
Search
Writer's picturehósk

LÆRÐU AÐ ELSKA ÞIG

Updated: Aug 19, 2020

Í þerapíunni -Lærðu að elska þig- förum við í fjallgöngu – upp í mót og saman komumst við á toppinn. Við byrjum á grunnverkefnum sem sumir telja „auðveld“ en engu að síðar eru fyrstu skrefin upp fjall mjög mikilvæg og leggja grunninn að allri ferðinni sem eftir er.


Eftir því sem við klífum hærra fara verkefnin dýpra, en að sama skapi eykst sjálfsmeðvitundin til muna og maður fer að upplifa sterkari tilfinningar, meiri kærleika og jákvæðari orku – rétt eins og þegar adrenalínið fer að skjótast upp um miðbik fjallgöngunnar.

Þegar við nálgumst toppinn förum við enn dýpra og lengra og þá er skilningurinn og meðvitundin búin að aukast enn frekar og því snertum við topp fjallsins með sælu innra með okkur, full af þakklæti, ást og finnst við geta sigrað heiminn. Eins og í lífinu er líka erfitt að fara niður fjallið en það er mun auðveldara en að klífa það því nú vitum við betur hvað er framundan og hvernig við getum tekist á við næstu hindranir.


Öll andleg vinna tekur á, rétt eins og fjallgöngur – það koma upp hindranir á leiðinni sem við þurfum að yfirstíga, spurningar sem við höfum forðast að svara og minningar sem við höfum gleymt. En þessi vinna er ótrúlega mikilvæg og nauðsynleg því að það er ekki hægt að forðast og grafa niður erfiðar minningar eða tilfinningar, það er álíka eins og að reyna að mála bara yfir mygluna og vona að hún fari að sjálfu sér.


Sama hvar maður er staddur eða heldur að maður sé staddur, þá græðir maður alltaf á að leita inn á við og vinna í sér andlega – taktu ákvörðun um að klífa fjallið og hlið við hlið, skref fyrir skref komumst við saman á toppinn



36 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page