top of page

U M S A G N I R

nemenda minna í
þerapíunni Lærðu að elska þig

Sigríður Magnúsdóttir nemandi í þerapíunni hjá mér:

Ég hef verið svo heppin að fá að vera með Höllu Ósk sem leiðbeinanda í þerapíunni Lærðu að elska þig.

Fyrst þegar ég byrjaði þá bjóst ég ekki við miklu. Forvitni mín fékk mig til að skrá mig og þá kynntist ég Höllu Ósk. Þar sem að ég vissi að þetta væri æfingakennsla og Halla Ósk nemi þá bjóst ég við lakari og jafnvel pínu klaufalegri kennslu. En upplifun mín er allt önnur en ég bjóst við.

Halla Ósk hefur afar upplífgandi orku og jákvætt viðmót.
Það skín í gegn smitandi áhugi á efninu og áhugi hennar á að geta hjálpað öðrum. Hún vill manni svo vel að maður fær brennandi áhuga á heimanáminu og á sjálfum sér í leiðinni. Hún fylgir manni í gegnum námskeiðið og man það sem að á undan hefur gengið hjá manni og bendir á framfarirnar eða þær persónulegu breytingar. Hún útskýrir efnið vel og kemur með áhugaverðar ábendingar sem að koma manni á "aha" stigið. Hún heldur vel utan um ferlið sem að maður gengur í gegnum á afar persónulegan og umhyggjusaman hátt.

Ef að þetta er byrjunin hjá Höllu Ósk þá verður hún sko
afberandi góður kennari með tímanum.

 

Petrína Sigurðardóttir nemandi í þerapíunni hjá mér.

Svo dásamlegt að hafa farið í þetta ferðalag með Höllu Ósk og fá tækifæri að verða betri manneskja,

þjálfun í breyta neikvæðum hugsunum í jákvæðar og aukinn skilning á hvernig neikvæð samskipti

geta hjálpað manni að bæta manns eigin. Hvet alla að fara í þetta ferðalag með Höllu Ósk, hún er yndislegur ferðafélagi.

Nemandi í þerapíunni hjá mér:

Las fyrst um þessa þerapíu á fésinu og hugsaði kannski er þetta eitthvað fyrir mig.  Fannst kominn tími til að elska sjálfan mig meira eða eins og ég komst síðar að þá varð ég í raun að læra að elska sjálfan mig frá grunni því þó svo ég hafi haldið að ég gerði það vantaði svo mikið uppá. Ég vann verkefnin samviskusamlega sem voru miserfið fyrir mig því svona breytingar eru erfiðar og fyrir mjög svo reiða konu var þetta ekki auðvelt. Reiðin hefur verið minn drifkraftur í lífinu og eins og þeir vita sem reiðast auðveldlega og ganga fullir reiði í gegnum lífið étur hún þig upp að innan,fyrir utan það að flestir sem standa þér nær eða reyna að nálgast þig eru hræddir við þig og tipla á tánum í kringum þig. Í þerapíunni ert þú leidd áfram verkefni eftir verkefni og svo smám saman koma breytingarnar. 

 

Eitt fallegasta sem hefur verið sagt við mig eftir að ég fór í þerapíuna var "mamma þú ert ekki lengur alltaf reið". Í dag lifi ég lífinu meðvituð, jákvæð, brosandi,  öll samskipti eru jákvæðari enda smitaðist þetta í börnin mín og vini. Þessi þerapía er eitthvað sem allir ættu að gefa sjálfum sér. Takk Halla fyrir frábæra handleiðslu svo að ekki sé talað um þolinmæði í minn garð TAKK.

bottom of page